Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 230 svör fundust

Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?

Til að svara þessari spurningu verðum við fyrst að spyrja tveggja annarra spurninga: „Hvaða þýðingu hefur það að skipta um harðan disk í tölvu?” og „Hvaða þýðingu gæti það haft að skipta um heila í manni?” Byrjum á tölvunni. Setjum sem svo að ég kaupi mér nýja tölvu og að harði diskurinn í henni eyðileggist. Vi...

Nánar

Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?

Alexandros III af Makedóníu, betur þekktur sem Alexander mikli, var sonur Filipposar II, konungs í Makedóníu. Hann er af mörgum talinn einn snjallasti herforingi allra tíma og er þekktur fyrir að hafa lagt undir sig eitt mesta stórveldi fornaldar. Alexander fæddist 20. júlí árið 356 f.Kr. Sem unglingur nam han...

Nánar

Hvað var Gordíons-hnúturinn?

Gömul goðsaga hermdi að því hefði verið spáð fyrir Frýgíumönnum aftur í grárri forneskju að konung þeirra myndi bera að garði í vagni. Þeir töldu spádóminn hafa ræst þegar Gordíos nokkurn bar að garði í vagni sínum. Gordíos var umsvifalaust gerður að konungi Frýgíumanna og nafni borgarinnar breytt í Gordíon. Hann ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?

Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?

Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...

Nánar

Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?

Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma. Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) v...

Nánar

Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...

Nánar

Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?

Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...

Nánar

Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað þarf maður að læra til að verða réttarmeinafræðingur, hversu margar eru undirgreinar réttarmeinafræðinnar og er boðið upp á nám í réttarmeinafræði á Íslandi? Réttarlæknisfræði eða réttarmeinafræði er ein af sérgreinum læknisfræðinnar. Þeir sem vilja verða rétta...

Nánar

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...

Nánar

Fleiri niðurstöður